Nonni Skötuselur.

Nú hefur skötuselsfrumvarp hæstvirts Nonna hólabiskups verið samþykkt á hinu háa Alþingi. Grétar Mar er að græja sig á selinn og Beddi á Glófaxa harmar hlutinn sinn. Hvílík endemis háæruverðug vitleysa. Og Nilli vinur vor að vestan hleypur hæð sína afturábak og áfram á nærklæðum einum fata.

Hvað gerir Nonni næst? Erfir hann Ólínu að embættinu? Minnkar hann þorskkvótann? Kannski hann kaupi sér bara trillu og fari á makríl og beiti loðnu. Eða á línu að veiða rækju. Hver veit?


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú verkalýðshreyfingin gengin til liðs við LÍÚ í lyginni?

Verkalýðsformaður þarf að hugsa sinn gang þegar hann er á móti því að þjóðinni verði greitt fyrir afnot af auðlindinn og vill frekar að útgerðarmenn hafi fiskinn til ævilangrar eignar og greiði hver öðrum afnotagjald. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Eigum við ekki að byrja á Geysir Green? Það er enginn genginn til liðs við LÍÚ hér á bæ. Ef þú hefur lesið bloggið hjá mér þá ættirðu að vita að ég vil allan fisk á markað, aðskilja veiðar og vinnslu, 100% veiðiskyldu, og hvað skeður þá? Þá hættir framsalið sem hefur rústað þessu kerfi innanfrá eins og krabbamein. Svo treysti ég ekki misvitrum pólitíkusum til þess að úthluta veiðiheimildum að eigin geðþótta og eftir flokkslínum. Reynslan ætti að vera búin að kenna okkur það, er það ekki?

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 20:10

3 identicon

Er þetta verkalýðsforingi, sem leyfir sér að tala niður til trillusjómanna?

Hefur verkalýðsforinginn einhverja sérhagsmuni að verja? Ef ekki, þá held ég að hann verði að standa með sínu fólki. Ella skal hann fá sér annan starfa.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:16

4 identicon

Þú treystir ekki þessum stjórnmálamönnum en bara hinum sem voru studdir af LIÚ. 

Ekki orð um að þjóðin fái hlutdeild í fiskinum. Bara útgerðarmenn og svo hlutur sjómanna.

Verðum að muna að þetta var tekið af fólki sem hafði vinnu í landi og hafði sína réttmætu hlutdeild í fiksinum rétt eins og sjómenn. 

Þið svívirðið þetta fólk með því að taka ekki upp hanskann fyrir það en standið vörðinn með LÍÚ.  Allt á markað og veiðiskyldan gefur þessu fólki enga hlutdeild í arðinum af auðlindinni.

Tek ekki mark á svokölluðum "verkalýðsleiðtogum" sem gefa dauðan og djöfulinn í fólkið í landinu sem varð að flýja verðlausar eignir sínar af því að verksmiðjuútgerðin hirti af því sitt réttmæta viðurværi.

Það kemur ekki orð frá ykkur þessu fólki til varnar.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Hver er að tala niður til trillusjómanna? Hefur þú aldrei heyrt um líkingamál? Mér finnst reynsluleysi hæstvirts ráðherra mikið og þess vegna set ég þetta svona upp, þú myndir skilja þetta ef þú hefðir verið á sjó. Ég ber mikla og djúpa virðingu fyrir öllum sjómönnum. Ég hef þá sérhagsmuni að verja mína menn og það geri ég ávalt mín kæra.

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 20:25

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Varast skalt þú fyrir vinskap manns (LÍÚ og Sjálfstæðisflokkinn)

að víkja af götu sannleikans," Valmundur minn.

Það er fallegt að verja ,,sína menn." Væntanlega stendur þú þig vel í að verja sjómennina, sem neyðast til að taka þátt í kvótakaupum, með kjafti og klóm.  

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 20:46

7 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sér er nú hver andskotans vitleysan herra Jón. Hvað hefur skeð síðan kvótakerfið var sett á 1983? Veiðarnar minnka ár frá ári og hvað þýðir það? Það er alltaf minna og minna til skiptanna. Og það þýðir hvað? Einhver eða einhverjir urðu fyrir barðinu á þessari þróun. En það afsakar ekki þá sem lofuðu og sviku svo allt í skiptum fyrir peningalegan ávinning.

En þú gleymir því að ekki eru allir skúrkar. Sumir gera út eins og menn og hugsa um hag heildarinnar, hvort sem þú trúir því eða ekki.

Og taktu eftir sem ég sagði áðan, Geysir Green. Auðlindagjald er sjálfsagt ef allir sitja við sama borð. Og í guðsbænum ekki móðgast þó ég kalli landbúnaðarráðherrann Hólabiskup eða skötusel, viðurnefni eru mjög algeng til sjós og ég er ekki búinn að venja mig af þeim góða sið ennþá. Ekkert illa meint, bara hressilegur sjóarahúmor.

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 20:47

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Enga útúrsnúninga Jóhannes minn, bara nenni því ekki. Samkvæmt mínum kokkabókum er sjómönnum bannað að taka þátt í kvótakaupum, eða?

Ef 100% veiðiskylda hefði verið sett á fyrir svo sem 20 árum værum við ekki í þessum rökræðum. Það er mergurinn málsins.

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 20:51

9 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Og kæri Jón. Af gefnu tilefni þá þá treysti ég ekki ,,þessum stjórnmáamönnum'' sama hvar í flokki sem þeir standa, til að útdeila auðlindum okkar svo vel sé. Þá myndi nú fyrst byrja rifrildið og ósættin.

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 20:56

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og liðsmenn LÍÚ neyða sjómenn ekki til að taka þátt í kvótakaupum? Þeir neyða þá væntanlega ekki heldur til að taka þátt í lögbrotum eins og brottkasti og löndun framhjá vigt?

Fyrir mína parta veit ég að LÍÚ-gengið hefur árum saman leikið sér að því að svívirða sjómenn með því að neyða þá til taka þátt í lögbrotum og brotum á kjarasamningum. Þeir sem ekki hafa verið fúsir til að bugta sig og beygja fyrir þessum ómennum hafa mátt þola útskúfun af ýmsu tagi.

Sjómannafélög, sem vilja starfa með reisn, eiga aldrei, undir neinum kringumstæðum, að ljá máls á að gerast búrtíkur LÍÚ, eins og mér sýnist að hafi gerst all víða, í áróðusrslátum LÍÚ gegn öllum hugmyndum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.  

Ég ráðlegg þér, Valmundur, að taka orð okkar Jóns alvarlega í stað þess að vísa þeim á bug.

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 21:17

11 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Heilagur Sannleikur Jóhannes. Ráðleggingar þínar eru góðra gjalda verðar. En því miður verð ég að hryggja þig með því að ég tek hvorki við skipunum frá þér né LÍÚ, einungis frá mínum félagsmönnum. Mitt móttó er alveg klárt, ef útgerð brýtur samninga borgar hún sekt ef hún tekur sig ekki á. Og alltaf komum við að sama málinu sem er 100% veiðiskylda. Það sem þú ekki veiðir veiða aðrir, betur til þess hæfir.

Er það engin breyting?

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 21:38

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

100% veiðiskylda væri talsvert mikil breyting á kvótakerfinu. En ég er hræddur um að ef stjórnvöld legðu fram frumvarp um slíkt á morgun yrði heldur betur handagangur í LÍÚ-öskjunni. Það yrði blásið til tvíelleftra ,,baráttufunda" sem sveitastjórnarmenn og verkalýðshöfðingjar væru látnir tala gegn 100% veiðiskyldunni og betri vitund. 

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 21:49

13 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Ertu nú alveg viss um það Jóhannes. Ef þú átt við mig sem ,,verkalýðshöfðingja'' þá hefurðu vonandi séð að ég yrði ekki ,,látinn'' tala gegn 100% veiðiskyldu.

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 22:01

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er vandalaust að tala um viðurlög og sektargreiðslur. Það er líka vandalaust að apa eftir sægreifahirðinni/LÍÚ og tala um að við höfum ekki meira til úthlutunar. Flest ættum við að muna eftir aðkomu Fiskistofustjóra að sjónvarpsþættinum þar sem brottkast, framhjálöndun, vigtarsvik, og tegundasvik var sannað með vitnisburði fjölda manna. Það var aumkunarverður embættismaður sem yfirgaf sjónvarpssalinn og sýndist hálf meðvitundarlaus.

Brottkast er enn á miðum okkar eftir þörfum. Fiski er landað framhjá vigt, vigtarskýrslur falsaðar og tegiundasvik í gangi. Það var nefnilega ekki tekið á vandanum.

Og mikið fækkar þeim með degi hverjum sem nenna að hlusta á "við höfum ekki meiri afla til skipta." Allir sjómenn eru sammála um að nægur fiskur sé á miðunum og óhætt að tvöfalda aflamarkið.

Árni Gunnarsson, 22.3.2010 kl. 22:03

15 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Árni, með fiskinn í sjónum. Veiða meira. Það hefðir þú séð, hefðir þú lesið meira hjá mér. Ég brýni Hólabiskup annan hvern dag að auka við þorskinn, ufsann og þær tegundir sem það þola. Um svikin ætla ég ekki að tjá mig en vissulega hef ég skoðanir á þeim meintu svikum sem þú talar um. Gætir lesið um það hjá Nilla.

Valmundur Valmundsson, 22.3.2010 kl. 22:21

16 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Innilega til hamingju með "Skötuselsfrumvarpið" Valmundur.

Nú er stigið mikið gæfuspor fyrir umbjóðendur þína í Vestmannaeyjum.

Kanski þeir geti brotið af sér hlekkina og fengið sér horn til að róa til fiskjar á sínum eigin forsendum sem frjálsir menn eftir 27 ára kúgun og niðurlægingu.

Minni þig á að Verðlagsstofa skiptaverðs er "þrælasala LÍÚ".

Spurðu endilega ykkar ástkæra bæjarstjóra hvað skip án fiskvinnslu greiða á pr. kg, þorsk, ýsu og karfa í hafnarsjóð Vestmannaeyja til samanburðar við skipin sem tilheyra vinnslunum.

Góðar stundir og bestu kveðjur til allra Vestmanneyinga.

Ps, ég vildi ég væri svona léttur á mér eins og þú lýsir. .........

Níels A. Ársælsson., 22.3.2010 kl. 23:12

17 identicon

Árni ég fæ engan veginn séð hvernig brottkast á að minnka við þetta víðáttuvitlausa skötuselsfrumvarp.

Níels talar um 27 ára kúgun og niðurlægingu og er með einhverja trillurómantík.  trillukarlar hafa farið harðastv framm í að selja kvótann og ef eitthvað réttlæti á að vera í að taka kvótann af þá verða þeir sem selt hafa kvótann að standa skil á honum.  Það er allavega ekki hægt að tala um gjafakvóta þar.  En viðhorf þitt Níels virðist vera að refsa eigi þeim sem hafa haldið í kvótann sinn eða keypt sér kvóta.  En verðlauna þá sem hafa selt kvótan.  Það er skrýtið réttlæti

Yfirvélstjórinn (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 00:35

18 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, enn og aftur er fólk með rangtúlkanir í þinn garð, en ég stend með þér, minn kæri foringi.

Svo finnst mér alltaf heigulsháttur þegar menn skrifa ekki undir nafni, þeir taka það til sín sem eiga það.

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 00:52

19 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn yfirvélstjóri.

Ég hef aldrei talað um að refsa þeim sem keyptu kvóta.

Varðandi trillurómantíkina sem þú nefnir þá veit ég ekki hvort náir því  hvað ég á við.

Einföldum dæmið.

Það er mun arðnvænlegra fyrir suma ef öll opinber þjónusta og verslun í Vestmannaeyjum, Hellu, Hvolsvelli, verði lögð af og færð í samþjappaða einingu á Selfossi.

Hvað findist þér um það ?

Níels A. Ársælsson., 23.3.2010 kl. 09:09

20 identicon

Það er rétt Valmundur að þessi aðgerð ein og sér er hálfgerður skrýpaleikur og merkingarlaus í því samhengi. Þessi ríkisstjórn gæti breytt til betri vegar með því að auka veiðiskylduna eins og þú kemur inná og laga það sem þyrfti að laga.
Hvernig gengur annars að virkja Sævar Gunnarsson!! Er hann með meðvitund. Veit ekki til þess að það hafi heyrst í kallinum varðandi eitt né neitt sem snertir réttinda- og kjaramál sjómanna í fjölmörg ár.  Hringdu í hann og vektu 'ann.

En þar sem að þú ert formaður sjómannafélags þá ertu væntanlega í tenglsum við aðra formenn annarra sjómannafélaga á landinu.
Afhverju gerið þið ekki skurk í því að blása til aðgerða gegn því að veðsetning kvóta verði hreinlega bönnuð. Að sala og leiga á kvóta verði einfaldlega bönnuð. Því sjómenn eru yfirleitt látnir borga  brúsann fyrir rest og það vitið þið.
Það væri allavegana ágætt ef að þið þessir formenn færuð að sinna því að loka fyrir braskið og svínarríið í kringum kerfið.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 09:11

21 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jamm  Nilli minn takk fyrir hamingjuóskirnar. Já fá sér trilluhorn og sækja vestur fyrir Reykjanes frá Eyjum til að ná í sín kíló. Ekki má veiða ráðherrakvótann fyrir Suðurlandi eða?

Hefur þú nokkurntímann komið nálægt starfi Verðlagsstofu? þó slæm sé þá er hún eina úrræði okkar til að hafa áhrif á fiskverðið milli skyldra aðila. Og guð hjálpi okkur ef hún væri ekki. Hvað er að ske í ufsanum núna meðalverð á mörkuðunum er 200 kall en útgerðir með vinnslu kaupa af sínum áhöfnum á 100 kall. Vegna þess að Verðlagsstofa getur ekki skipt sér af ufsaverðinu, hann er ekki inni í þeim pakka svo vitlaust sem það nú er.

EN ekki gleyma því sem ég klifa endalaust á, ALLAN fisk á markað. Það baráttumál hefur ekki náðst hingað til. Til þess að það náist þarf órofa samstöðu allra sjómanna og engin undanbrögð.

Valmundur Valmundsson, 23.3.2010 kl. 12:56

22 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Vébjörn!

Þú hefur lítið fylgst með þykir mér. Alltaf þegar álits er leitað hjá forystumönnum sjómanna og í öllum okkar skrifum hömrum við á vitleysunni með frjálsa framsalið. 100% veiðiskylda slær frjálsa framsalið útaf borðinu. Ég lýsti því hér að ofan að það sé eins og krabbamein sem hefur skemmt kerfið innanfrá og nú er það að þrotum komið þess vegna. Margar lækningaaðferðir hafa verið reyndar en engin skilað tilætluðum árangri.

Valmundur Valmundsson, 23.3.2010 kl. 13:28

23 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Og Nilli minn, ertu kominn með reikninga Hafnarsjóðs Vestmannaeyja í endurskoðun? Sama verð fyrir alla, hvort sem þeir eru með vinnslu á bakinu eður ei. Staðreynt af mér.

Og það hlýtur að vera refsing að rífa af mönnum það sem þeir hafa keypt, án nokkurra bóta. Það verður að vera jing og jang í þessu er það ekki?

Valmundur Valmundsson, 23.3.2010 kl. 13:39

24 identicon

Hvar segir að ég heiti Vébjörn?

En hinsvegar á ekki að þurfa að fylgjast með þér og hinum sem eiga að heita forystumenn sjómanna og þessutan á ekki alltaf að þurfa að leita eftir ykkar áliti.
Þið buðuð ykkur fram til að skipa forystu sveitina og ættuð að hafa metnað til að hamra á frjálsa framsalinu.

Hvað hefur forustan gert í því að reyna að koma sér í fjölmiðla eins og sjónvarp og útvarp og agitera fyrir því að þetta verði stoppað.

Hvað hefur forustan gert í því að búa til kynningarefni og koma í prentmiðla.

Hvað hefur forustan gert í því að búa til kynningarefni og hreinlega senda í pósti á bæði sjómenn og aðra landsmenn til að vekja athygli á þessu siðleysi?

Er það nóg að forystan bíði bara aðgerðarlaus og gefi sitt álit ef einhverjum dettur í hug að bera sig eftir því!!!

ps: ekki að ég sé að mæla með afskriftarleiðinni sem ég geri ekki - en stoppa framsalið - stoppa veðsetninguna - stoppa leiguna - og allan fisk á markað!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:09

25 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Fyrirgefðu Eggert minn, finnst bara Vébjörn fallegt nafn.

Hefur þú mætt á fund í sjómannafélagi? Og orðið vitni af umræðunni þar.? Heldur þú að sjómenn séu svo heimskir að vita ekki um frjálsa framsalið? Heldurðu virkilega að allir sjómenn séu sammála um alla skapaða hluti? Svo er ekki, en ákvarðanir eru teknar og það er stjórnarmanna að framfylgja þeim. Fylgjast með!

Nenni hreinlega ekki að eiga í svona umræðu elsku kallinn minn. Tek undir ps: ið hjá þér.

Valmundur Valmundsson, 23.3.2010 kl. 17:12

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Yfirvélstjóri. Ég er að tala um skötusel sem grásleppukarlar fá í netin sín á svæðinu frá Horni og austur að Langanesi.

Er einhver ástæða til að þeir fari á kvótamarkað til að kaupa sér kvóta í skötusel sem aldreikæmi til með að seljast fyrir tjóninu sem hann olli í netunum?

Mér er óskiljanlegt að fisktegund sem allt þar til í fyrra veiddist aðeins fyrir sunnan og suðvestan land- en nú er orðinn umtalsverður meðafli úti fyrir Norðurlandi skuli eiga að verða eign sunnlenskra útgerða.

En ef það er þinn skilningur herra yfirvélstjóri þá skaltu ekki láta það koma þer á óvart þótt stuðningur við málstað ykkar Líú varðliða fari ögn þverrandi.

Árni Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband